Fréttir

Áskrift að WorldFeng

fyrir skuldlausa Fáksfélaga

Skuldlausum Fáksfélögum stendur til boða frí áskrift að WorldFeng. Þeir sem hafa áhuga á að stofna eða endurnýja aðgang verða að senda tölvupóst á fakur@fakur.is með kennitölu, nafni og tölvupóstfangi félagsmanns.

Þegar upplýsingarnar eru komnar í hús tekur smá tíma að vinna úr þeim og ganga úr skugga um að umsækjandi hafi greitt félagsgjöld. Þegar umsókn hefur verið yfirfarin fær umsækjandi sendan tölvupóst með staðfestingu um að aðgangur hafi verið virkjaður.

Mjög áríðandi er að menn muni að senda netfang með umsókn þar sem öll vinnsla gagna er rafræn. Ekki er gert ráð fyrir nema einum aðgangi að WorldFeng á fjölskyldu félagsmanns.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fáks í síma 567 0100 eða á netfangið fakur@fakur.is