Almannadalsmótið verður haldið laugardaginn 15. maí klukkan 12:00.

Keppt verður tölti og skeiði. Töltkeppnin verður með T7 fyrirkomulagi; fyrst er riðið hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.

Keppt er í eftirfarandi greinum:
Pollaflokki
Barnaflokki
Unglingaflokki
Opinn flokkur – 2. flokkur – 18 ára og eldri / minna vanir
Opinn flokkur – 1. flokkur – 18 ára og eldri / meira vanir
100 m skeið.

Mótið er létt og skemmtilegt og hvetjum við alla áhugasama að mæta og taka þátt.

Mótið og skráningarfrestir á það verður nánar auglýst í byrjun næstu viku.

Vegna sóttvarnarreglna er ólíklegt að hægt verði að grilla fyrir þátttakendur og gesti að loknu móti.